Lokun spilakassa á Íslandi til frambúðar myndi bæta lífsgæði svo margra í samfélaginu. Við þurfum að þrýsta á stjórnvöld að fjarlægja þennan svarta blett af þjóðfélaginu. Enginn getur allt einn en öll getum við sameinast í að gera eitthvað sem máli skiptir!
Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir fyrir þig að taka afstöðu. Hafa áhrif. Breyta samfélaginu til hins betra. Lokum spilakössum og búum til betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Þær eiga það skilið.
Þú getur lagt baráttunni lið með að ná í skjöld (e. badge) á Facebook og splæsa honum saman við prófílmyndina þína.
Tölvupóstur
Þú getur lagt þitt af mörkum og þrýst á stofnanir og samtök sem hagnast á veikum spilafíklum með því að senda þrýstipóst á forsvarsmenn þeirra.
Hér eru myndir sem má deila að vild á Instagram. Munum að nota kassamerkið #lokumspilakössum