Samtök áhugafólks um spilafíkn
Inngangur
Samtök áhugafólks um spilafíkn – hér eftir nefnt SÁS – hefur sett sér stefnu um meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að öll meðhöndlun persónugreinanlegra gagna sé samkvæmt lögum um persónuvernd, lög nr.90 frá 2018 – https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018090.html
Samkvæmt framangreindum lögum er SÁS ábyrgðaraðili þeirra persónugreinanlegu gagna sem samtökin safna og ber þar af leiðandi ábyrgð á allri meðhöndlun og vinnslu þeirra.
Persónugreinanleg gögn sem SÁS safnar
SÁS safnar persónugreinanlegum upplýsingum um skráða félaga. Þær upplýsingar eru;
- Fornafn
- Eftirnafn
- Netfang
SÁS einsetur sér að viðhalda og vinna með framangreindar upplýsingar á eftirfarandi hátt;
- að þær séu áreiðanlegar og uppfærðar reglulega;
- að þær séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti;
- að þær séu fengnar í skýrt tilgreindum og málefnalegum tilgangi;
- að þær séu unnar af hófsemi og miðast við tilgang söfnunar;
- að þær séu varðveittar með öruggum hætti og ekki lengur en þörf er á;
- að þær séu unnar þannig að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt.
Tilgangur
SÁS safnar persónugreinanlegum upplýsingum um félagsmenn í þeim tilgangi að geta komið upplýsingum til þeirra sem láta sig málefni samtakanna varða.
Upplýsingamiðlunin felst í tölvupóstssamskiptum og fer hún fram í gegnum tölvupóstsþjónustu þess fyrirtækis sem annast vefhýsingu fyrir samtökin, hverju sinni.
Miðlun
SÁS miðlar engum persónugreinanlegum upplýsingum til þriðja aðila.
Öryggi
SÁS hefur sett sér þá stefnu að gæta persónugreinanlegra gagna eins vel og unnt er og með hliðsjón af þeim öryggisráðstöfunum sem í boði eru hjá hýsingaraðila. Í því felst að takmarka aðgengi að gögnunum þannig að einungis þeir sem sýsla með gögnin eða sjá um hýsingu þeirra hafi aðgang að þeim.
Verð öryggisbrestur mun SÁS fylgja í einu og öllu fyrirmælum laga nr. 90 frá 2018. Í því felst að tilkynna Persónuvernd um málið sem og að láta viðkomandi einstaklinga vita af öryggisbrestinum.
Geymsla og eyðing
SÁS geymir persónuupplýsingar á meðan einstaklingur er skráður í samtökin. Persónugreinanlegum upplýsingum er eytt þegar einstaklingur skráir sig úr samtökunum eða þegar einstaklingur æskir þess að þeim sé eytt.
Réttindi skráðra einstaklinga
Félagsmenn SÁS geta óskað eftir því að fá upplýsingar um eftirfarandi;
- skráðar persónuupplýsingar viðkomandi
- afrit af persónuupplýsingum, réttur til leiðréttingar persónuupplýsinga og eyðingar
- fá upplýsingar um vinnslu með persónuupplýsingar
- mótmæla vinnslu vegna beinnar markaðssetningar og/eða takmarka vinnslu
- draga til baka samþykki fyrir vinnslu
- óska eftir því að persónuupplýsingar séu fluttar til annars aðila
- beina kvörtun um vinnslu til eftirlitsyfirvalda
Fyrispurnir til SÁS
Senda skal fyrirspurnir er varða persónuvernd til hjalp@vandinn.is.
Ef upp kemur ágreiningur um meðferð persónuupplýsinga hjá SÁS þá er hægt að senda kvörtun til Persónuverndar. Upplýsingar um hvernig hafa má samband við Persónuvernd má finna á heimasíðu Persónuverndar:www.personuvernd.is.
Breytingar
Stjórn SÁS endurskoðar reglulega Persónuverndarstefnu SÁS, meðal annars til þess að fylgja breytingum á verkefnum samtakanna.
Þessi útgáfa var samþykkt á stjórnarfundi SÁS þann 14.febrúar 2021
EFTIRFYLGNI MEÐ PERSÓNUVERNDARSTEFNU SÁS
Gildandi persónuverndarstefna hverju sinni er birt á vef félagsins, vandinn.is og lokum.is.
SÁS áskilur sér rétt til að uppfæra persónuverndarstefnu sína, til dæmis ef breytingar verða á því hvernig unnið er með persónuupplýsingar eða ef þörf reynist á að skýra betur einstaka liði.
Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð 12.febrúar 2021