Vissir þú að á Íslandi eru 872 spilakassar?

Fæstir gera sér grein fyrir að við grunn- og menntaskóla er fjöldinn allur af spilakössum sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa bent á að eftirlit með spilakössum er í molum. Söluturnar og veitingastaðir hafa fjárhagslegan hag af því að vera með spilakassa, þeir fá borgað fyrir það! Við vitum að börn undir aldri eru að spila í þessum spilakössum og höfum bent rekstraraðilum spilakassa á að ekki sé boðlegt að vera með spilakassa í umhverfi barna og í svona miklu návígi, en án árangurs.

Á mörgum þessara söluturna eru merkingar um að hér sé „Casino“ eða spilavíti.

Er barnið þitt að fara í „Casino“ – spilavíti í hádeginu í skólanum eða eftir skóla?

Taktu þátt og hjálpaðu okkur að loka spilakössum til frambúðar. Hér er yfirlit yfir hve margir spilakassar eru hverju póstnúmeri.

 Póstnúmer Fjöldi spilakassa

200 – 182 spilakassar
101 – 112 spilakassar
220 – 95 spilakassar
105 – 83 spilakassar
110 – 62 spilakassar
104 – 48 spilakassar
270 – 32 spilakassar
103 – 30 spilakassar
112 – 27 spilakassar
111 – 26 spilakassar
230 – 25 spilakassar
109 – 23 spilakassar
170 – 21 spilakassar
600 – 14 spilakassar
900 – 12 spilakassar
400 – 6 spilakassar
300 – 4 spilakassar
250 – 3 spilakassar
355 – 3 spilakassar
675 – 3 spilakassar
860 – 3 spilakassar
810 – 3 spilakassar
310 – 2 spilakassar
260 – 2 spilakassar
550 – 2 spilakassar
415 – 2 spilakassar
730 – 2 spilakassar
735 – 2 spilakassar
815 – 2 spilakassar
190 – 1 spilakassi
240 – 1 spilakassi
825 – 1 spilakassi 

Lokum.is – #lokumspilakössum